Um okkur

Hjá IceCure Health er markmið okkar skýrt og einfalt. Við viljum gera traust og vönduð lyf aðgengilegri fyrir samfélagið okkar. Með samhliða innflutningi og beinu samstarfi við framleiðendur hjálpum við heilbrigðisstofnunum og apótekum að byggja upp sterkara og samkeppnishæfara lyfjaframboð þar sem gagnsæi, fagmennska og öryggi eru í forgrunni.

Við trúum því að betri heilsa byrji á betri valkostum. Þess vegna vinnum við markvisst að því að byggja upp fjölbreytt vöruframboð á lausasölulyfjum, vítamínum, fæðubótarefnum, heilsu og drykkjarvörum, jurtavörum og húð og snyrtivörum ásamt sérvöldum dýraheilbrigðisvörum. Vörurnar eru valdar með það að leiðarljósi að styðja við heilsu og vellíðan fólks og dýra í daglegu lífi.

Við einblínum á faglegt samstarf. Við vinnum náið með fyrirtækjum og stofnunum á sviði heilbrigðis og smásölu, leitum sameiginlegra lausna og finnum ný tækifæri á síbreytilegum lyfja og heilbrigðismarkaði. Markmiðið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að styrkja vöruúrval sitt, auka sveigjanleika í innkaupum og skapa meira virði fyrir skjólstæðinga og viðskiptavini.

IceCure Health a trusted partner in Iceland
IceCure Health a trusted partner in Iceland

Samstarf sem skapar virði

Hjá IceCure Health leggjum við mikla áherslu á að byggja upp traust langtíma samstarf við fyrirtæki og stofnanir. Með gagnsæi, skýrum samskiptum og nánu samstarfi kappkostum við að samstarfið skili raunverulegu virði.

Við vinnum stöðugt að því að þróa og efla vöruframboð okkar og tryggja að gæði og öryggi séu ávallt í fyrirrúmi í öllum vöruflokkum.

Hvort sem fyrirtækið þitt starfar á sviði heilbrigðisþjónustu, apótekareksturs eða heilsutengdrar smásölu bjóðum við þig velkominn í samstarf. Í sameiningu getum við aukið aðgengi að vönduðum heilbrigðisvörum og stutt við heilbrigðara samfélag á Íslandi.

Strong partnership. Trusted suppliers.
Strong partnership. Trusted suppliers.

„Vinnum saman að heilbrigðari morgundegi“

Meet Arnar – Founder of IceCure Health

I’m Arnar Bjarnason, founder and CEO of IceCure Health in Iceland. After many years working with healthcare products, imports and distribution, I started IceCure Health to connect high-quality health, wellness and self-care brands with pharmacies, clinics and retailers in Iceland.

My promise to partners is clear communication, transparency and follow-through. If you are looking for a committed local partner to build your presence in Iceland, I’d be glad to explore how we can work together.